Færsluflokkur: Bloggar
10.4.2008 | 09:20
Glærur um Hallgrím Pétursson
Það var spennandi að gera verkefni um Hallgrím Pétursson. Á fimmtudögum og föstudögum fór bekkurinn í tölvur og gerðum glærurnar. Fyrst skrifaði ég í Microsoft word texta um Hallgrím Pétursson og síðan skrifaði ég mikilvægustu atriðin í textanum í powerpoint.
Það var mjög spennandi að gera verkefni um Hallgrím Pétursson út af því að ég vissi mjög lítið um hann. Bekkurinn var ný búinn að lesa um Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu) og þess vegna passaði það ofsalega vel að gera glærur um Hallgrím. Ég lærði miklu meira um Hallgrím Pétursson og hvernig maður gerir glærur í powerpoint.
Það var erfitt að gera verkefnið út af því að ég hef aldrei gert glærur í powerpoint og það truflaði mig mjög mikið að stundum vistuðust glærurnar mínar ekki þannig að ég þurfti að gera sumar glærur tvisvar til þrisvar sinnum.
Það tókst vel að setja glærurnar inn á slideshare og ég er ánægð með glærurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)